fbpx
Þriðjudagur 11.mars 2025
Pressan

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júní 2022 11:00

Áfengi hefur slæm áhrif á hjartað. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega spáð fyrir um hættuna á hjartaáfalli ef hún er tengd við aðrar upplýsingar.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn the Guardian. Fram kemur að vísindamenn hafi komist að því að með því að sameina upplýsingar um mynstur æða í sjónhimnunni við aðrar hefðbundnar læknisfræðilegar upplýsingar sé betur hægt að leggja mat á hættuna á að fólk fái hjartaáfall en með núverandi aðferðum sem byggja eingöngu á lýðfræðilegum upplýsingum.

Vísindamenn notuðu gögn frá UK Biobank, en þar eru gögn um sjúkrasögu og lífsstíl 500.000 manns, í blöndu við upplýsingar um aldur, kyn, blóðþrýsting, líkamsmassa og reykingar til að rannsaka fólk, sem er skráð í UK Biobank, sem hefur fengið hjartaáfall. Vísindamennirnir öfluðu sér mynda af sjónhimnu fólksins og komust að því að ákveðin einkenni á sjónhimnunni geti gefið vísbendingar um hættuna á hjartaáfalli.

Meðalaldur þeirra sem fá hjartaáfall er 60 ár. Vísindamennirnir komust að því að nýja aðferðin þeirra sagði best fyrir um hjartaáfall fimm árum áður en það átti sér stað.  Þeir vonast til að í framtíðinni verði hægt að nota einfalda augnrannsókn til að spá fyrir um hættuna á að fólk fái hjartaáfall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Í gær

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Loksins tókst að snúa fæðingartíðninni við í Suður-Kóreu

Loksins tókst að snúa fæðingartíðninni við í Suður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti málverk á 420 krónur í nytjamarkaði – Trúði ekki eigin eyrum þegar hún heyrði hvers virði það er

Keypti málverk á 420 krónur í nytjamarkaði – Trúði ekki eigin eyrum þegar hún heyrði hvers virði það er