Rússneskt herskip sigldi tvisvar inn í danska landhelgi í nótt. Skipið var að sigla í norðanverðu Eystrasaltinu, rétt hjá dönsku eyjunni Borgundarhólmi. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var nokkur fjöldi danskra þingmanna og annarra embættismanna á Borgundarhólmi vegna lýðræðishátíðar sem haldin verður þar um helgina. Vísir greinir frá þessu.
Atvikin áttu sér stað klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma og svo aftur nokkrum tímum síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska hernum. Skipið yfirgaf landhelgina eftir að danski herinn náði sambandi við það.
Jeppe Kofod, utanríkisráðherrra Danmerkur tísti um atvikið. „Einstaklega óábyrg, gróf og algjörlega óásættanleg rússnesk ögrun á miðri #fmdk,“ skrifaði hann í tístinu og vísaði til Lýðræðishátíðar Danmerkur sem er haldin hvert ár. Jeppe Kofod og Mette Frederiksen forsætisráðherra verða meðal annarra á eyjunni við hátíðarhöldin.
Et russisk militærfartøj har i nat to gange krænket dansk territorialfarvand
En dybt uansvarlig, grov og fuldstændig uacceptabel russisk provokation midt under #fmdk
Bøllemetoder virker ikke mod Danmark
Russiske ambassadør hasteindkaldt i Udenrigsministeriet#dkpol #WeAreNATO
— Jeppe Kofod (@JeppeKofod) June 17, 2022
„Eineltistilburðir virka ekki gegn Danmörku,“ skrifaði Jeppe einnig og bætti við að sendiherra Rússlands hafi strax verið boðaður á fund vegna atviksins.