fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Forseti Kína opnar fyrir „sérstakar hernaðaraðgerðir“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 06:58

Kínverski herinn fær nú heimild til „sérstaka hernaðaraðgerða“.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xi Jinping, forseti Kína, hefur undirritað tilskipun sem veitir kínverska hernum nýjar heimildir. Þetta vekur ótta margra, sérstaklega á Taívan. Samkvæmt tilskipuninni, sem tók gildi í gær, getur kínverski herinn nú gripið til „sérstakra hernaðaraðgerða“.

Í þessu ljósi er rétt að benda á að Rússar nefna innrás sína í Úkraínu „sérstaka hernaðaraðgerða“ og forðast eins og heitan eldinn að tala um stríð eða innrás í því samhengi. Leiða má líkum að því að Kínverjar séu nú að fara sömu leið til að forðast að nefna að um stríð eða innrás sé að ræða ef þeir grípa til hernaðar.

TV2 bendir á að eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu hafi óttinn við að Kínverjar ráðist á Taívan aukist. Þeir líta á Taívan sem óaðskiljanlegan hluta af Kína. Þar hafi aðskilnaðarsinna hreiðrað um sig. Xi Jinping hefur heitið því að Taívan verði hluti af Kína og að ekki verði hikað við að beita hervaldi til þess ef þörf krefur.

Xinhua-fréttastofan, sem er stýrt af kínverska kommúnistaflokknum, sagði frá nýju tilskipuninni í gær í stuttu máli og sagði að markmiðið með henni sé að „vernda fullveldi, öryggi og þróunarmál“ og „vernda heimsfriðinn og jafnvægið í heimshlutanum“.

Global Times, sem einnig er undir hæl kínverskra stjórnvalda, sagði að tilskipunin sé í 59 liðum og veiti hernum heimild til að senda friðargæslulið til starfa utan landsteinanna og grípa til aðgerða, til dæmis í tengslum við manúðaraðstoð.

Kínverski herinn er nú þegar mjög virkur í baráttunni við hryðjuverkamenn og sjóræningja og leggur mikið  af mörkum til friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna víða um heim. Það vekur því undrun að skyndilega sé þörf á nýjum reglum og orðalagi.

Fréttaskýrendur benda á að hugsanlega hafi Xi Jinping þörf fyrir að hnykla vöðvana innanlands í tengslum við fyrirhugaða framlengingu embættistíma hans á forsetastóli en hann er búinn að koma málum svo fyrir að hann getur í raun setið á forsetastóli þar til hann deyr en hann hefur verið forseti síðan 2012. Hann hefur látið breyta stjórnarskránni til að gera honum þetta kleift en áður gátu forsetar aðeins gegnt embættinu í tvö kjörtímabil en þau eru fimm ár.

En einnig hefur verið bent á að ekki sé útilokað að þessar nýju heimildir hersins séu liður í áætlun um árás á Taívan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól
Pressan
Í gær

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?