fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Dönsku krónprinshjónin í vanda – Eru þau að leyna einhverju?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 06:59

Frederik krónprins og Mary krónprinsessa með börnum sínum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frederik, krónprins Danmerkur, og Mary, krónprinsessa, eru í miklum mótvindi þessa dagana og eiga margir Danir erfitt með að skilja hvað vakir fyrir þeim. Óhætt er að segja að ímynd þeirra hafi skaðast að undanförnu og hún gæti átt eftir að skaðast meira. Hjónin hafi nánast verið á hlaupum undan fjölmiðlum og forðast að svara spurningum þeirra.

Málið snýst um einkaskólann Herlufsholm en það er einkaskóli þar sem börn efnafólks stunda nám. Christian prins, elsta barn þeirra hjóna, stundar nám við skólann og Isabella prinsessa, næst elsta barn þeirra, á að hefja nám þar í haust.

Skólinn hefur verið í miklu moldviðri að undanförnu eftir að TV2 sýndi heimildarmynd þar sem fram kom að einelti, ofbeldi og nauðganir hafi viðgengist í skólanum áratugum saman án þess að gripið væri til aðgerða. Skólinn er heimavistarskóli.

Í kjölfar sýningar heimildarmyndarinnar var skólastjórinn rekinn og lögmannsstofu hefur verið falið að gera úttekt á málefnum skólans.

Krónprinshjónin hafa tilkynnt að Christian muni halda áfram námi í skólanum og nýlega tilkynntu þau að Isabella hefji nám þar í haust.

Sá vandi sem krónprinshjónin glíma nú við er að Mary krónprinsessa hefur í 15 ár verið í forsvari fyrir Mary Fonden, sem eru mannúðarsamtök, en eitt af verkefnum hans er Me&We en það snýst um að tryggja öllum börnum og ungmennum örugga skólagöngu þar sem einelti og ofbeldi líðast ekki. Mörgum þykir skjóta skökku við að Mary sé í forsvari fyrir verkefni af þessu tagi á sama tíma og hún ákveði að láta börn sín stunda nám í skóla sem er gegnsýrður af ofbeldi og einelti.

Mary heimsótti Haslev íþróttaskólann á þriðjudaginn og ræddi þar við nemendur um einmanaleika, óöryggi og félagsskap en það er hluti af Me&We verkefninu. Eftir að hún hafði rætt við nemendurna ávarpaði hún fjölmiðla og sagði: „Ég veit að það eru örugglega einhverjir sem vilja spyrja út í hlutverk mitt sem forsvarskonu Mary Fonden. Í tengslum við það segi ég að einelti og ofbeldi er aldrei ásættanlegt og það er aldrei hægt að réttlæta það. Það verður að berjast gegn því og koma í veg fyrir það. Það var skoðun mín fyrir 15 árum þegar ég stofnaði Mary Fonden og það er enn skoðun mín.“

Þegar hún hafði sagt þetta hljóp hún nánast inn í bíl sinn og ók á brott og svaraði ekki spurningum. Lagði sem sagt á flótta frá fréttamönnum og spurningum þeirra.

Það sama gerðist þegar Frederik var búinn að enduropna hönnunarsafnið í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Þegar hann sá að hópur fréttamanna beið hans snerist hann hratt á hæl og lét sig hverfa og svaraði ekki spurningum um Herlufholmsskólann.

Sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar segja að hún sé nú í kröppum dansi og að ímynd krónprinshjónanna hafi beðið mikinn skaða af málinu. Þau sendi börn sín í skóla þar sem umhverfið fer þvert gegn því sem þau hafa gefið sig út fyrir að berjast gegn, einelti og ofbeldi.

Sumir telja að málið geti reynst konungsfjölskyldunni mjög erfitt og hættulegt. Ljóst sé að almenningur styðji fjölskylduna ekki í þessu máli en almennt séð hefur fjölskyldan notið mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar.

Lars Hovbakke Sørensen, sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum hirðarinnar, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að þögn hjónanna sé ekki til að bæta stöðuna. Hún sveipi málið ákveðinni dulúð og fólk sé í vafa um hvort þau séu að leyna einhverju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum