Hann sagði meðal annars að Kínverjar muni gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að Taívan lýsi yfir sjálfstæði. Kínverska kommúnistastjórnin lítur á Taívan sem óaðskiljanlegan hluta af Kína en Taívanar eru ekki sömu skoðunar og líta á sig sem sjálfstæða þjóð, lýðræðisþjóð.
Hann sagði að tilraunir til að gera Taívan að sjálfstæðu ríki „séu örugg leið í dauðann“ og að það sé „nauðsynlegt“ og „réttmætt“ að Kínverjar auki við kjarnokuvopnaeign sína en það gera þeir að hans sögn til að tryggja alþjóða öryggi. The Wall Street Journal skýrir frá þessu.
Ummæli Wei Fenghe féllu eftir að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á laugardaginn að Kínverjar sýni af sér sífellt meira ögrandi hegðun, sérstaklega nærri Taívan.
Wei Fenghe svaraði þessu og sagði að það væri stefna og vera Bandaríkjamanna á asíska Kyrrahafssvæðinu sem sé rót deilna og spennu á svæðinu. „Þeim sem vilja sjálfstætt Taívan til að kljúfa Kína mun ekki ganga vel. Við munum leggja allt í sölurnar og berjast þar til yfir lýkur. Það er eina færa leiðin fyrir Kína,“ sagði hann að sögn Politico.