Það þarf aðeins vatnspoka og mynt og auðvitað vatn til að halda flugunum fjarri.
Ef þú hefur verið í Mexíkó hefur þú kannski séð að margir hafa poka, með vatni, hangandi við heimili sín. Þetta er aðferð innfæddra við að halda flugum fjarri.
Það eina sem þarf er:
Gegnsær plastpoki sem er hægt að loka.
3-4 myntir.
Band til að hengja pokann upp með.
Sítrónusafi (til að halda myntinni gljáandi).
Síðan er bara að hengja pokann upp og sjá hver árangurinn verður.
Þetta kann að virðast undarleg aðferð en hún gengur út á að rugla flugurnar í ríminu. Þær eru ekki með augasteina sem geta stýrt þeirri birtu sem lendir á augum þeirra. Af þeim sökum verða þær ringlaðar þegar birtan frá pokanum lendir á þeim og telja að um mikið magn vatns sé að ræða. Það er sem sagt endurkast birtu af myntunum sem ruglar þær í ríminu.