Það er þó aðeins í Bandaríkjunum sem verið er að íhuga að gera þetta en þar rekur keðjan 9.000 kaffihús. CNN Business skýrir frá þessu.
Fram kemur að Howard Schultz, forstjóri Starbucks, hafi skýrt frá þessu nýlega á ráðstefnu í New York.
Starbucks opnaði salerni sín fyrir öllum 2018 eftir atvik þar sem tveimur svörtum Bandaríkjamönnum var meinaður aðgangur að salerni á meðan þeir biðu eftir vini sínum. Þeir voru handteknir í kjölfarið.
Starbucks lenti í miklum ólgusjó í kjölfarið og neyddist til að biðjast afsökunar opinberlega. Í framhaldi af því var ákveðið að opna salernin fyrir öllum.
Nú segir Schultz að vegna öryggissjónarmiða geti fyrirtækið neyðst til að loka salernunum. Hann sagði að svo mikill vandi stafi nú orðið af andlega veiku fólki að starfsfólkinu geti stafað hætta af því sem og öðrum viðskiptavinum þegar salernin eru opin fyrir alla.