Drónar hafa spilað stórt hlutverk í stríði Rússa og Úkraínumanna. Nú hafa hakkarasamtökin Anonymous, sem eru í yfirlýstu stríði við forseta Rússlands, Vladimir Pútín, náð að hakka sig inn í vopnafyrirtækið sem sér um dróna rússneska hersins og komist þar með yfir mikilvæg gögn.
Við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu töldu margir að Rússar myndi fljótt hafa yfirhöndina, enda með yfirburði hvað varðaði búnað og herafla. Öðruvísi fór þó og mætti þeir mun meiri andspyrnu en jafnvel svörtustu spár þeirra höfðu gert ráð fyrir. Vesturlöndin hafa svo aðstoðað Úkraínumenn með því að senda þeim hergögn og stuðning í ýmsu formi.
Síðan er baráttan sem hefur átt sér stað fyrir tilstilli internetsins einnig spilað mikilvægt hlutverk og þar standa Anonymous í broddi fylkingar. Hakkararnir hafa staðið fyrir látlausum árásum á opinberar vefsíður í Rússlandi, vefsíður fyrirtækja sem styðja við innrásina, árásir á olígarka sem og varnaraðgerðir gegn rússneskum tölvuþrjótum. Nú hafa Anonymous ráðist beint gegn rússneska hernum með því að beina spjótum sínum að drónunum.
Anonymous tilkynntu um árásina á Twitter og greindu frá því að hökkurum á þeirra vegum hafi tekist að komast yfir trúnaðargögn um áform rússa og taktík hvað varðar notkun á drónum, en hakkararnir vona að þessar upplýsingar geti „hjálpað við að ljúka stríðinu eins fljótt og auðið er.“
Twitter-aðgangurinn @youranonspider greindi frá árásinni og veitti International Business Times viðtal vegna málsins. Þar beindi hakkarinn orðum sínum til Pútins.
„Pútín einræðisherra. Fyrir þá stríðsglæpi sem þú hefur framið, saklausa fólkið sem þú hefur drepið og öll lífin sem þú hefur eyðilagt, munum við ekki láta þig í friði. Við munum afhjúpa þig og stríðsglæpi þína. Við munum sýna fram á glæpi spilltrar ríkisstjórnar þinnar. Við erum inni í höllinni þar sem þú felur þig. Við erum úti á götunum í myndavélum opinberra stofnanna. Við erum í síma þess manns sem þú treystir mest. Við erum í staðsetningarbúnaði rafmagnsbifreiða. Við erum Anonymous. Við erum fylking. Við fyrirgefum ekki. Við gleymum ekki. Þú skalt búast við okkur.“
Russian UAV drones plans and tactic's hacked.
We hope this information will help the war to end as soon as possible , no war is justified!
Announcement : https://t.co/Zqo9qkJg87
We are #Anonymous
We do not forgive , We do not forget pic.twitter.com/1tx6paY6iG— Spid3r 🕷️ 🏴☠️ (@YourAnonSpider) June 10, 2022