Skrif hennar tengjast hækkandi bensínverði í Bandaríkjunum. „Ég hef séð þetta áður. Í Danmörku hefur fólk úr millistéttinni ekki efni á að keyra bíl. Það á reiðhjól og tekur lest þegar langt er farið,“ skrifaði hún og bætti við: „Sendiráðsbílstjórinn minn var vanur að hjóla í klukkutíma í snjókomu til að komast í vinnu. Þetta er framtíðin sem Biden og teymi hans vilja bjóða Bandaríkjamönnum upp á. Er þetta það sem þú vilt?“
I’ve seen this before. In Denmark, middle class people can’t afford to drive a car. They have a bike and take the train for long trips. My embassy driver would bike an hour in the snow to get to work. That’s the future team Biden wants for Americans. Is this what you want? https://t.co/IJXnhQ0qKE
— Carla Sands (@CarlaHSands) June 10, 2022
Sanders var sendiherra í Danmörku í valdatíð Donald Trump sem skipaði hana í embættið en hún er dyggur stuðningsmaður hans.
Skrif hennar vöktu að vonum athygli í Danmörku og margir stjórnmálamenn tjáðu sig um þau. Þeirra á meðal er Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra: „Þá er Trump-tilnefndur fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku byrjuð að dreifa röngum upplýsingum um okkur. Okkur finnst gaman að hjóla, sem er hollt og gott fyrir umhverfið og loftslagið, verður að „millistéttin hefur ekki efni á að keyra bíl í Danmörku“. Ég trúi því ekki að hún viti ekki betur.“
Så er den Trump-udpegede tidligere USA-ambassadør i DK i gang med at sprede misinformation om os. Vi er glade for at cykle, hvilket er sundt og godt for miljø og klima, bliver til, at “middelklassen har ikke råd til at køre bil i Danmark.” Jeg nægter at tro, at hun ikke ved bedre https://t.co/d4Kb2nEH6d
— Magnus Heunicke (@Heunicke) June 10, 2022
Marianne Vind, flokkssystir Heunicke úr jafnaðarmannaflokknum og þingmaður á Evrópuþinginu, tjáði sig einnig um orð Sands og sagði: „Samkvæmt kenningu þinni er þetta svo slæmt að meira að segja konungsfjölskyldan hefur ekki efni á bíl.“ Með þessu birti hún mynd af Frederik krónprins að hjóla með tvo syni sína.