fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Vara við miklum hitabylgjum í framtíðinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. júní 2022 07:30

Þessum er heitt og finnur þá væntanlega ekki mjög til hungurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar hitabylgjur á Indlandi og í Pakistan síðustu vikur eru aðvörun um það sem bíður í framtíðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu World Weather Attribution en það eru samtök loftslagsvísindamanna.

Í skýrslunni kemur fram að loftslagsbreytingarnar hafi aukið líkurnar á langvarandi og eyðileggjandi hitabylgjum á Indlandi og í Pakistan í framtíðinni.

Vísindamennirnir vísa til þess að í hitabylgju í sunnanverðri Asíu í mars hafi hitinn á Indlandi farið í allt að 50 gráður en aldrei hefur mælst hærri hiti þar síðan mælingar hófust fyrir 122 árum.

Mars var einnig mjög þurr því úrkomumagnið var 62% minna en í meðalári í Pakistan og 71% á Indlandi.

Hitabylgjur eru ekki óvanalegar á þessu svæði áður en monsúntímabilið hefst en svona mikill hiti og lítil úrkoma hefur mikil og slæm áhrif á heilbrigði fólks og landbúnaðinn.

Arpita Mondal, loftslagssérfræðingur hjá Indian Institute of Technology í Mumbai, sagði í samtali við AP af ef meðalhitinn í heiminum verði tveimur gráðum hærri en fyrir iðnvæðinguna geti hitabylgjur af þessu tagi orðið fimmta hvert ár.  „Það sem við sjáum hér er fyrirboði um það sem koma skal,“ sagði hún.

Breska veðurstofan segir að vegna loftslagsbreytinganna sé 100 sinnum líklegra sé að hitabylgjur af þessu tagi verði  og að líklega muni þær verða á þriggja ára fresti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði