fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Pressan

NASA rannsakar „helvítisplánetu“ – Hrauni rignir úr skýjunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. júní 2022 18:00

55 Cancri e. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir nokkrar vikur fær bandaríska geimferðastofnunin NASA gögn frá plánetunni 55 Cancri e sem er fjarpláneta sem er á braut um stjörnu í um 40 ljósára fjarlægð frá sólinni okkar. Um sannkallaða „helvítisplánetu“ er að ræða að sögn NASA.

„Ímyndaðu þér að jörðin væri miklu nær sólinni. Svo nálægt að eitt ár væri aðeins nokkrar klukkustundir. Svo nálægt að þyngdaraflið hefði læst annan helminginn í viðvarandi, heitu dagsljósi og hina í endalausu myrkri. Svo nálægt að höfin gufa upp, steinar bráðna og hrauni rignir úr skýjunum.“ Svona lýsir NASA plánetunni.

Phys.org segir að NASA reikni með að fá niðurstöður mælinga, um aðstæður á plánetunni, innan nokkurra vikna.

Fyrstu gögn sýna að plánetan er aðeins 2,4 milljónir kílómetra frá stjörnunni sinni en til samanburðar má nefna að Merkúr, sem er sú pláneta sem er næst sólinni okkar, er að meðaltali í 58 milljóna kílómetra fjarlægð frá sólinni.

Vísindamenn telja að hitinn á yfirborði 55 Cancri e sé allt að 2.000 gráður.

Nýju gögnin koma frá James Webb geimsjónaukanum og vonast NASA til að með þeim verði hægt að leysa nokkrar af stærstu ráðgátum þessarar „helvítisplánetu“. Meðal annars af hverju heitasti punktur hennar er ekki sá sem er næst stjörnunni. Einnig vonast þeir til að komast að því hvort plánetan sé fastlæst í svokölluðum „bundnum snúningi“ þar sem sama hliðin snýr alltaf að stjörnunni eða hvort hún snúist um sjálfa sig. Ef svo er þá er það í sjálfu sér ekki betra en að vera í „bundnum snúningi“ því yfirborðið hitnar þá, bráðnar og gufar upp yfir daginn og því verður mjög þunnt andrúmsloft til. Á kvöldin kólnar gufan og verður að hraundropum sem rigir niður og storkna aftur þegar nóttin skellur á að því er segir í umfjöllun Phys.org.

En það skiptir kannski ekki miklu hvor sviðsmyndin á við, 55 Cancri e er sannkölluð „helvítispláneta“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt