fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Pressan

Trans og kynsegin fólki fjölgar

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 10. júní 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum gögnum frá Pew Research Center segjast mun fleiri nú en áður vera eða þekkja einhvern sem er transkynja eða kynsegin. Það er að segja, að það kyn sem fólk fékk úthlutað við fæðingu samræmist ekki kynvitund sinni (trans) eða að kynvitund sín samræmist engu tilteknu kyni (kynsegin).

Pew gerði könnun og svöruðu henni meira en tíu þúsund manns í Bandaríkjunum frá 16. til 22. maí þessa árs. Niðurstaðan var sú að 5.1% ungs fólks milli 18 og 29 ára skilgreinir sig transkynja eða kynsegin, um 2% það fyrra og um 3% það seinna.

Ekki eins aldursskipt og búist var við

Einnig fjölgar þeim sem segjast þekkja einhvern trans, 44%, sem er hækkun úr 37% úr svipaðri könnun gerðri árið 2017. Um 20% aðspurðra sögðust þekkja einhvern kynsegin. Hlutfall þeirra sem þekkja einhvern trans er um helmingur fyrir fólk undir 50 ára aldri. Magnað er þó að um þriðjungur þeirra 65 ára eða eldri sem tóku könnunina sögðust þekkja einhvern transkynja.

Eftirtektarvert er einnig það að bilið á milli stuðningsmanna stjórnmálaflokkanna tveggja í Bandaríkjunum sé ekki eins stórt og haldið var. Aðeins sex prósentustig lágu á milli Demókrata og Repúblikana þegar þeir voru spurðir hvort þeir þekki einhvern transkynja.

Þetta er mikið fagnaðarerindi og er tákn um aukin sýnileika trans og og kynsegin fólks í Evrópu og Norður-Ameríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi
Pressan
Fyrir 1 viku

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 1 viku

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“
Pressan
Fyrir 1 viku

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 1 viku

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir