fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Nýtt kórónuveiruafbrigði í vexti í Evrópu – Kemst fram hjá bólusetningu og fyrra smiti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 08:00

Það eru til margar veirur, mishættulegar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur verið talað um að veiran dreifist minna á sumrin en nú er nýtt afbrigði komið fram á sjónarsviðið sem kærir sig kollótt um þetta og er í sókn víða í Evrópu. Það er því ekki útilokað að enn ein bylgja faraldursins ríði yfir Evrópu á næstu vikum.

Allt frá því að veiran kom fram á sjónarsviðið í árslok 2019 hafa bylgjurnar sveiflast þannig að þær hafa verið verstar á haustin og á veturna. Sérfræðingar hafa skýrt þetta með því að við séum meira úti við á sumrin og að veiran þrífist ekki eins vel í hita.

En nýja afbrigðið virðist ekki taka mark á þessu og virðist þrífast ágætlega að sumarlagi og gæti valdið bylgju nú í sumar. TV2 skýrir frá þessu.

Afbrigðið heitir BA.5. Það herjar nú í Portúgal en þar hafa um 86% landsmanna verið bólusettir. Fjöldi smita er enn ekki eins mikill og þau voru í vetur en samt sem áður mörg og raunar næst flest á heimsvísu í dag.

Sebastian Müller, þýskur vísindamaður, segir að afbrigðið geti orsakað sumarbylgju í Þýskalandi og nærliggjandi löndum.

Niðurstöður bandarískrar rannsóknar benda til að afbrigðið sé meira smitandi en önnur og betra í að smita þá sem hafa náð ónæmi með bólusetningu eða fyrra smiti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við