CNBC skýrir frá þessu. Fram kemur að Dimon hafi sagt þetta á fundi með fjárfestum í New York í síðustu viku.
„Þið vitið að ég sagði að óveðursský væru á lofti. Ég vil breyta því. Þetta er fellibylur,“ sagði hann og bætti við að hann vissi ekki hvort þetta væri stór eða lítill fellibylur.
Hann sagði fjárfestunum að þeir skyldu undirbúa sig fyrir þetta, það muni JP Morgan gera.
Eitt af því sem hann hefur áhyggjur af eru sveiflur á markaði vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Olíuverð hefur meðal annars hækkað mikið og mun væntanlega hækka enn meira. Það veldur síðan hækkunum á mörgum vörum, þar á meðal matvörum.