Sky News skýrir frá þessu og segir að tölurnar byggi á skráningu sjúklinganna sjálfra á þeim einkennum sem þeir glíma við.
Af þessum tveimur milljónum sögðust 1,4 milljónir hafa smitast af veirunni, eða gruni að þau hafi smitast af henni, að minnsta kosti 12 vikum áður. 826.000 sögðust hafa verið með veiruna að minnsta kosti ári áður. 376.000 sögðust hafa verið með hana að minnsta kosti tveimur árum áður.
Talið er að langvarandi COVID-19 hafi töluverð áhrif á daglegt líf 1,4 milljóna Breta eða 7 af hverjum 10 sem segjast glíma við langvarandi áhrif. 398.000 segja að geta þeirra til að takast á við daglegt líf „sé mjög skert“.