Útlit gíraffa hefur heillað marga í gegn um tíðina enda einkar glæsilegar skepnur og það sem helst einkennir þá eru langur hálsinn. En af hverju þróaðist þetta dýr á þennan hátt?
Lengi hefur verið talað um að ástæðan sé sú að gíraffinn þurfti að nærast á laufum sem voru sérlega hátt uppi. Nýjar rannsóknir sýna aðra niðurstöðu. Þetta virðist allt snúast um kynlíf.
Í tímaritinu Science birtust nýjar niðustöður kínverskra vísindamanna sem skoðuðu 17 milljón ára gamla steingervinga af forföður gíraffa nútímans. Steingervingarnir sýna dýr með stuttan háls, sem kallað hefur verið Discokeryx xiezhi, og dýrið var ennfremur með þykka hauskúpu og flókin liðamót milli höfuðs og háls sem höfðu aðlagast slagsmálum þar sem höfuðið var notað til að berja á öðrum.
Nýju niðurstöðurnar benda til þess að karlkyns gíraffar hafi barið hvor á öðrum með höfði og öxlum í baráttu sinni um kvenkyns maka. Þeir með lengri háls höfðu oft betur í þessari baráttu og völdust þeir því til þess að leiða þróun tegundarinnar.