fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Sex milljónir breskra heimila gætu búið við rafmagnsskömmtun á næsta ári

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. júní 2022 13:30

Frá Lundúnum. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við áætlanir sem bresk ráðuneyti hafa gert þá gæti þurft að grípa til rafmagnsskömmtunar til allt að sex milljóna breskra heimila í byrjun næsta árs. Ef svo fer verður rafmagn aðallega skammtað á álagstíma að morgni og á kvöldin.

Sky News skýrir frá þessu.  Fram kemur að ríkisstjórnin hafi gert áætlanir um hvernig líklegast sé að verstu hugsanlegu aðstæður geti litið út. Er þá gengið út frá að mikill gasskortur verði ef Rússar loka enn frekar fyrir gasstreymi til ESB og annarra Evrópuríkja.

Ef svo fer getur þurft að skammta gas til iðnaðarframleiðslu, þar á meðal til raforkuframleiðslu, sem myndi valda rafmagnsskorti. Sex milljónir heimila gætu því þurft að búa við skömmtun á rafmagni í meira en einn mánuð, aðallega á álagstíma að morgni og á kvöldin.

Staðan gæti orðið enn verri er Rússar loka fyrir allt gasstreymi til ESB og annarra Evrópuríkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt