Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að ríkisstjórnin hafi gert áætlanir um hvernig líklegast sé að verstu hugsanlegu aðstæður geti litið út. Er þá gengið út frá að mikill gasskortur verði ef Rússar loka enn frekar fyrir gasstreymi til ESB og annarra Evrópuríkja.
Ef svo fer getur þurft að skammta gas til iðnaðarframleiðslu, þar á meðal til raforkuframleiðslu, sem myndi valda rafmagnsskorti. Sex milljónir heimila gætu því þurft að búa við skömmtun á rafmagni í meira en einn mánuð, aðallega á álagstíma að morgni og á kvöldin.
Staðan gæti orðið enn verri er Rússar loka fyrir allt gasstreymi til ESB og annarra Evrópuríkja.