CNN segir að með þessu hafi verið bundinn endir á deilur fyrirtækjanna vegna Max og Dreamliner véla frá Boeing en margvísleg tæknileg vandamál, tengd þessum vélum, komu upp. Í samningnum felst að Norwegian fær greiddar bætur frá Boeing upp á 212 milljónir dollara.
Kaupsamningurinn er lyftistöng fyrir Boeing sem hefur átt á brattann að sækja síðustu misseri vegna vandræða tengdum Max-vélunum. Fyrr á árinu hafði Norwegian, sem hefur átt í viðskiptum við Boeing árum saman, tilkynnt að félagið væri að íhuga að skipta yfir í Airbus-vélar.
Norwegian fær vélarnar afhentar frá 2025 til 2028.