fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Móðir þeirra var myrt í Uvalde – Faðir þeirra dó úr sorg – Nú er reynt að létta þeim lífið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 05:27

Irma og Joe Garcia. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir fjársöfnun fyrir börn Irma Garcia sem var myrt í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku. Hún var kennari í skólanum. Í árásinni voru 19 börn skotin til bana og tveir fullorðnir.

Skömmu eftir ódæðisverkið lést Joe Garcia, eiginmaður Irma, af völdum hjartaáfalls en talið er að sorg hafi valdið því að hann fékk hjartaáfall og hafi sorgin því í raun orðið honum að bana.

Nú hefur vel á þriðju milljón dollara safnast handa börnum þeirra hjóna en þau láta eftir sig fjögur börn.

CNN segir að Debra Austin, frænka Irma, hafi hrundið söfnuninni af stað á GoFundMe. Þar skrifaði hún: „Irma var eiginkona, fjögurra barna móðir, systir, dóttir, frænka og dásamleg manneskja. Hún gerði bókstaflega allt fyrir alla. Hún elskaði skólabörnin og dó þegar hún reyndi að vernda þau.“

Markmiðið með söfnuninni var að safna 10.000 dollurum sem börnin áttu að fá til að mæta ýmsum kostnaði.

Þegar þetta var skrifað höfðu um 49.000 framlög borist og var heildarupphæðin komin í rúmlega 2,7 milljónir dollara.

Irma starfaði við kennslu í 23 ár. Hún og Joe höfðu verið par síðan á menntaskólaárunum. Þau láta eftir sig fjögur börn: CristianJoseLyliana og Alysandra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við