fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Tveir fjallgöngumenn létust þegar stórir ísklumpar hrundu á þá

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. maí 2022 06:31

Grand Combin í Svissnesku Ölpunum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fjallgöngumenn létust og níu slösuðust þegar risastórir ísklumpar hrundu yfir þá í Svissnesku ölpunum.

Samkvæmt fréttum erlendra miðla þá hrundu risastórir ísklumpar niður úr Grand Combin í Val de Bagnes héraði í Valais kantónu og lentu á fjallgöngumönnum fyrir neðan.

Sjö björgunarþyrlur voru sendar á vettvang og voru allir fjallgöngumennirnir á svæðinu fluttir á brott með þeim en þeir voru 17 í heildina.

Hin látnu voru fertugur Frakki og 65 ára Spánverji. Tveir af þeim níu sem slösuðust hlutu alvarlega áverka.

Grand Combin er 4.313 metrar á hæð og liggur á milli Val de Bagnes og Entremont.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól
Pressan
Í gær

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?