Samkvæmt fréttum erlendra miðla þá hrundu risastórir ísklumpar niður úr Grand Combin í Val de Bagnes héraði í Valais kantónu og lentu á fjallgöngumönnum fyrir neðan.
Sjö björgunarþyrlur voru sendar á vettvang og voru allir fjallgöngumennirnir á svæðinu fluttir á brott með þeim en þeir voru 17 í heildina.
Hin látnu voru fertugur Frakki og 65 ára Spánverji. Tveir af þeim níu sem slösuðust hlutu alvarlega áverka.
Grand Combin er 4.313 metrar á hæð og liggur á milli Val de Bagnes og Entremont.