En myndbandið er allt annað en rómantískt. Það var gert að undirlagi foreldrar sem misstu börnin sín í skotárásum í bandarískum skólum. Meðal þeirra eru foreldrar barna sem voru myrt í Sandy Hook grunnskólanum í Connecticut í desember 2012 en þá voru 20 börn á aldrinum 6-7 ára skotin til bana. Milljónir manna hafa horft á myndbandið sem sýnir hversu „auðvelt“ það er að yfirsjást hvernig unglingur breytist í brjálaðan einstakling sem fer vopnaður í skóla og skýtur nemendur og starfsfólk.
Myndbandið hefur skotið upp kollinum á nýjan leik í kjölfar fjöldamorðsins í Uvalde í Texas á þriðjudaginn þar sem 19 börn og tveir fullorðnir voru skotnir til bana.
Ef þú horfir á myndbandið og fylgist vel með þá sérðu að í bakgrunninum á önnur og óhugnanleg saga sér stað. Einn af vinum Evans er að undirbúa sig undir að gera skotárás í skólanum.
CNN hefur eftir Nicole Hockley, framkvæmdastjóra Sandy Hook Promise, sem eru samtök sem stóðu að gerð myndbandsins, að ætlunin hafi verið að sýna hvernig sé hægt að koma í veg fyrir ofbeldi ef fólk tekur eftir merkjunum. Vekja athygli fólks á að það séu ákveðin merki sem geta bent til þess að verið sé að undirbúa ofbeldisverk. Nicole missti son sinn, Dylan, í árásinn í Sandy Hook.