fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

Yohana kom upp um morðingja sinn á síðustu sekúndum lífsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 06:45

Yohana Kiflay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. desember á síðasta ári var Yohana Kiflay, 28 ára, stungin sex til sjö sinnum í bringu og maga á heimili sínu í Viby við Árósa í Danmörku. Tveir lögreglumenn komu fyrstir á vettvang og byrjuðu strax að veita Yohana skyndihjálp en hún var mjög mikið særð og blóð var úti um allt. Hún var með meðvitund og gat margoft sagt lögreglumönnunum hversu illt henni væri.

Þetta er meðal þess sem kom fram fyrir dómi í Árósum þar sem dómur var kveðinn upp í gær.  38 ára fyrrum unnusti hennar var ákærður fyrir að hafa myrt hana. Bæði hann og Yohana eru frá Eritreu.

B.T. segir að þegar lögreglumennirnir tveir komu fyrir dóm í gær hafi þeir sagt að þegar þeir spurðu Yohana hver hafi stungið hana hafa hún svarað annað hvort: „á, maginn minn“ eða „það var maðurinn minn“.

„Fyrst hvíslaði hún eitthvað sem ég heyrði ekki almennilega. Ég spurði aftur hver hefði stungið hana og þá sagði hún: „Já, maðurinn minn“ eða „maginn minn“,“ sagði annar lögreglumaðurinn og benti á að hún hefði talað mjög lágt vegna þeirra áverka sem hún hafði hlotið.

Skömmu síðar fékk Yohana hjartastopp. Henni var strax veitt viðeigandi skyndihjálp en ekki tókst að bjarga lífi hennar.

Sambandi hennar og unnustans lauk þremur mánuðum áður en hann myrti Yohana. Þau eiga tvö börn saman, fjögurra og sex ára, sem voru viðstödd þegar móðir þeirra var myrt.

Hinn ákærði neitaði að hafa myrt Yohana en játaði að hafa beitt hana ofbeldi sem leiddi til þess að hún lést.

Maðurinn var dæmdur í 12 ára fangelsi og vísað úr landi í Danmörku að afplánun lokinni og má hann ekki koma aftur til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Í gær

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst eftir 41 ár

Fannst eftir 41 ár