fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Segir að apabóla sé „sérstaklega ógeðsleg“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 05:34

Svona líta blöðrur af völdum mpox út. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn heldur staðfestum tilfellum apabólu áfram að fjölga í Evrópu og Norður-Ameríku. Bresk heilbrigðisyfirvöld segja að þeir sem hafa verið nærri smituðu fólki eigi að fara í einangrun í 21 dag. Sérfræðingur segir að apabóla sé „sérstaklega ógeðsleg veira“ og mikilvægt sé að ná stjórn á faraldrinum en þó stafi ekki mikil hætta af honum.

Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir Dr Michael Head, sérfræðingi í alþjóðarheilbrigðismálum hjá Southamptonháskóla, að bóluefni sé nú þegar til gegn veirunni og að hann hafi „ekki áhyggjur“ af því að veiran sé hættuleg. Það sé ljóst að hún sé að smitast úti í samfélaginu og það sé áhyggjuefni. „Þetta er sérstaklega ógeðsleg veira en ég vil benda á að þetta er ekki COVID, smitsjúkdómar hegða sér allt öðruvísi,“ sagði hann.

„Það er mjög mikilvægt að við náum stjórn á faraldrinum en við munum líklega ekki sjá neitt í líkingu við COVID-19 síðustu tvö ár,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Með nýrri tækni hefur tekist að upplýsa fjölda gamalla morðmála

Með nýrri tækni hefur tekist að upplýsa fjölda gamalla morðmála
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði