Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir Dr Michael Head, sérfræðingi í alþjóðarheilbrigðismálum hjá Southamptonháskóla, að bóluefni sé nú þegar til gegn veirunni og að hann hafi „ekki áhyggjur“ af því að veiran sé hættuleg. Það sé ljóst að hún sé að smitast úti í samfélaginu og það sé áhyggjuefni. „Þetta er sérstaklega ógeðsleg veira en ég vil benda á að þetta er ekki COVID, smitsjúkdómar hegða sér allt öðruvísi,“ sagði hann.
„Það er mjög mikilvægt að við náum stjórn á faraldrinum en við munum líklega ekki sjá neitt í líkingu við COVID-19 síðustu tvö ár,“ sagði hann.