Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að á föstudaginn hafi heildarsmitfjöldin í landinu verið kominn í 20 en búist sé við „umtalsverðri“ aukningu í þessari viku.
Dr Susan Hopkins, aðalráðgjafi hjá UK Health Security Agency (UKHSA) sagði í Sunday Morning programme hjá BBC í gær að nú greinist smit daglega. Hún sagði ekki vitað hvaðan veiran hafi borist til landsins eða hvernig hún barst til Evrópu. „Það eru engin augljós tengsl í okkar smitum hér í Bretlandi við einstakan atburð,“ sagði hún.
Samkvæmt nýjum leiðbeiningum frá UKHSA er mælt með því að fólk sem hefur verið í beinni snertingu við smitaðan einstakling fari í einangrun í 21 dag og forðist samskipti við barnshafandi konur, börn yngri en 12 ára og fólk með veikburða ónæmiskerfi. Í þessu felst að sá smitaði á ekki að umgangast fólk sem hann býr með eða stunda kynlíf. Þeir sem skipta á rúmum smitaðra eiga að nota tilheyrandi hlífðarbúnað og þeim á að bjóða bóluefni gegn veirunni.
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði um helgina að faraldurinn sé „áhyggjuefni“ en smit hafa greinst í fjölda ríkja á síðustu dögum.
Veiran, sem uppgötvaðist fyrst í öpum, smitast við náin samskipti fólks, þar á meðal kynmök. Hún veldur hita, útbrotum, kuldahrolli og þreytu hjá flestum. Í verstu tilfellum fá sjúklingar útbrot í andliti og á höndum og víðar um líkamann.
Hopkins sagði að veikindin séu „frekar mild“ hjá fullorðnum en börn séu í hættu á að verða meira veik. Hún sagði að almenningi stafi mjög lítil hætta af veirunni eins og staðan er núna en fólk verið að vera á varðbergi.