fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. maí 2022 20:00

Ekki nota eyrnapinna!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisstarfsfólk brýnir stundum fyrir fólki að nota ekki eyrnapinna því engin þörf sé á því. Eyrun eru sjálfhreinsandi og það getur beinlínis verið hættulegt að stinga eyrnapinna í eyrun.

Viðvörunarorð af þessu tagi hefði 31 árs breskur karlmaður þurft að heyra áður en hann ákvað að stinga eyrnapinna í eyrað á sér.

Hann fór að finna fyrir verkjum í vinstra eyranu og tíu dögum síðar var hann fluttur í skyndi á sjúkrahús. Þá var hann einnig farinn að þjást af miklum höfuðverk sem gerði að verkum að hann kastaði upp. Hann átti einnig erfitt með að muna nöfn fólks og því grunaði lækna að eitthvað mjög alvarlegt hrjáði manninn. The Sun skýrði frá þessu.

Læknar komust að því að maðurinn var með bakteríusýkingu í heilanum og hefði hún getað orðið honum að bana ef ekki hefði verið brugðist við í tíma. Skýrt var frá málinu í British Medical Journal.

Lækna grunaði að þessi einkenni hefðu gert vart við sig löngu áður en maðurinn var lagður inn á sjúkrahús. Heyrn hans hafði farið að hraka fimm árum áður og tvisvar hafði hann fengið meðhöndlun vegna sýkingar í öðru eyranu. Myndataka af höfði hans sýndi að hann var með sýkingu víða í höfðinu og við vinstri eyrnaganginn.

Lækna grunaði því að sýkingin ætti upptök við eyrað og við nánari rannsókn fundu þeir fremsta hluta af eyrnapinna djúpt inni í eyranu og var hann þakinn eyrnamerg. Læknar töldu að þessi litli hluti af eyrnapinna væri ástæðan fyrir því að maðurinn hafði fengið margar sýkingar í heilann undanfarin fimm ár.

Hann lá á sjúkrahúsi í eina viku. Næstu tvo mánuði þurfti hann að taka sýklalyf til að gera endanlega út af við sýkinguna.

Það þarf ekki að koma á óvart að læknar sögðu honum að hann mætti ekki nota eyrnapinna aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést