En það eru tvær ástæður til að þú ættir að hafa svefnherbergið sem bannsvæði fyrir farsíma.
Önnur er að síminn truflar nætursvefninn. Ef þú notar hann sem vekjaraklukku þá ættir þú að íhuga hversu mikið hann truflar nætursvefn þinn í raun og veru. Stærsta vandamálið við að nota símann sem vekjaraklukku er að hann er í seilingarfjarlægð. Þegar upp er staðið notar þú hann því kannski ekki bara sem vekjaraklukku. Þú kíkir kannski á skilaboð sem berast að næturlagi eða aðeins á fréttir eða Facebook. Um leið og þú gerir það færðu birtuna af skjánum í augun og hún blekkir heilann til að halda að tími sé kominn til að fara á fætur. Að auki færðu vitneskju um hversu stutt er þangað til þú þarft að fara á fætur. Það virkjar taugakerfið og heilann þannig að það verður erfiðara að sofna aftur.
Hin ástæðan er að margir setja símann í hleðslu yfir nóttina. Það er ekki snjallt og hefur eldhættu í för með sér. Síminn hitnar á meðan hann er í hleðslu og ef hann liggur í rúminu kemst hitinn ekki frá honum. Síminn verður því sífellt heitari og ef allt fer á versta veg getur kviknað í honum.