Varnarmálaráðuneyti Úkraínu deildi í dag ótrúlegu myndbandi á samfélagsmiðlinum Twitter en í því má sjá rússneskt flugskeyti hæfa félagsmiðstöð bæjarins Lozova í Kharkív-héraði.
Varnarmálaráðuneytið segir í færslunni að Rússar séu „viljandi að fremja voðaverk gagnvart saklausum íbúum Úkraínu.“ Þá kemur fram að sjö manns séu særðir eftir árásina, þar á meðal eitt barn.
Myndbandið hefur vakið hroll hjá netverjum sem tjá sig í athugasemdunum við færsluna. „Þetta er svo hræðilegt,“ segir til að mynda einn netverji. „Hrein illska,“ segir annar.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:
The 🇷🇺 are deliberately terrorizing the civilian population of Ukraine. Unique shots from surveillance cameras: a Russian missile hitting the Palace of Culture in Lozova, Kharkiv Region. 7 local residents were injured, including 1 child. #airdefenseforukraine. We need it today! pic.twitter.com/5luJWy3s7f
— Defence of Ukraine (@DefenceU) May 20, 2022