Ferðamannastofnunin sagði að tilraunin verði notuð til að leggja mat á heilbrigðis- og öryggismál og hvernig á að takast á við COVID-19 hjá ferðamönnum.
Til stóð að hefja þessa „prófun“ í lok síðasta árs en henni var frestað vegna hertra ráðstafana á landamærunum vegna Ómíkronafbrigðis veirunnar. Nú verður opnað fyrir komu þríbólusettra ferðamanna frá Ástralíu, Singapúr, Taílandi og Bandaríkjunum.
Ferðamálastofnunin mun koma að skipulagningu ferðanna í samvinnu við ferðaskrifstofur.
Vaxandi þrýstingur hefur verið bæði innanlands og utan á stjórnvöld um að opna landamærin.
Samkvæmt núgildandi reglum mega 10.000 manns koma til landsins á sólarhring en almennir ferðamenn mega ekki koma. Það eru japanskir ríkisborgarar, íbúar í landinu, vísindamenn, námsmenn og kaupsýslumenn sem mega koma. Sumir þurfa að fara í sóttkví við komuna en það fer eftir frá hvaða landi þeir koma.