Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan er ekki í neinum vafa í þessum efnum og segir að stríðið sé eina ástæðan fyrir að Úkraína sigraði. Hann lét móðann mása um þetta á Twitter og sagði meðal annars:
„Fáránleg, tilgangslaus, pólitíska „keppni“ sló eigin met. Úkraína hefði getað sent sprengjuleitarhunda til að gelta þjóðsönginn og hefði samt unnið. Ég er ánægður fyrir þeirra hönd en hættið að kalla Eurovision keppni. Þetta er farsi þar sem búið er að semja um úrslitin.“
Og síðan bætti hann við:
„Niðurstöður alþjóðlegrar söngva-„keppni“ eiga ekki að ráðast af hvaða land þjáist mest þegar keppnin er haldin. Þá er tilgangslaust að halda keppni.“
Hann fékk síðan bæði hrós og gagnrýni fyrir skrifin og það virðist hafa rekið aftur að lyklaborðinu því hann bætti við:
„Engum, sem kaus Úkraínu, finnst þetta besta lagið því það var augljóslega ekki nálægt því að vera besta lagið. Meira að segja Úkraínumönnum finnst þetta ekki besta lagið. Það fékk samúðaratkvæði, sem er í lagi ef við fjarlægjum „keppni“ frá Eurovision. Kallið þetta Eurovision Song Frivolity (Eurovision söngvafíflagang). Hættið bara að láta sem þetta sé keppni, það er þetta ekki.“