Ástæðan fyrir aukinni veltu er auðvitað að byrjað var að slaka á hömlum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því fóru fleiri að ferðast.
Farþegafjöldinn þrefaldaðist á milli ára en félagið flutti 91,1 milljón farþega á síðasta ári.
En útgjöldin jukust mikið og rúmlega tvöfölduðust á milli ára. Aðalástæðan er hærra eldsneytisverð.
Í tilkynningu frá Ryanair kemur fram að rekstrartapið hafi verið um þriðjungur þess sem það var árið á undan. Félagið reiknar með að byrja að skila hagnaði fljótlega.