Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt The Global Annual to Decedal Climate Update, sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin gerði, þá séu 93% líkur á að fimm ára meðalhiti á heimsvísu fyrir árin 2022 til 2026 verði hærri en meðalhitinn á árunum 2017-2021.
Dr Leon Hermanson, sem stýrði rannsókn Met Office, sagði að nýjustu loftslagsreiknilíkön sýni að hiti muni halda áfram að hækka á heimsvísu og helmingslíkur séu á að eitthvert áranna frá 2022 til 2026 muni meðalhitinn verða 1,5 gráðu hærri en fyrir iðnvæðingu.
Hann sagði að þótt hitinn fari 1,5 gráðum yfir meðalhitann fyrir iðnvæðingu á einu ári þá þýði það ekki að Parísarsáttmálinn, sem er ætlað að halda aftur af hækkun meðalhita, sé fallinn um sig sjálfan. Það þýði þó að við þokumst nær því að farið verði yfir 1,5 gráður í lengri tíma en eitt ár.