fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Enn eitt dularfullt dauðsfall olígarka

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 08:45

Aleksandr Subbotin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innrás Rússa í Úkraínu hefur sett strik í reikninginn hjá fjölda rússneskra olígarka. Eignir þeirra hafa verið frystar á Vesturlöndum. Þeir geta ekki ferðast til Vesturlanda og eiga jafnvel erfitt með að verða sér úti um vestrænan lúxusvarning. Þess utan hafa nokkrir úr þeirra röðum látist á dularfullan hátt eftir að innrásin hófst.

Frá febrúarlokum hafa að minnsta kosti sex olígarkar, sem voru í góðum stöðum í rússneskum fyrirtækjum, dáið. Sumir við ákaflega dularfullar kringumstæður.

Nú síðast var það Aleksandr Subbotin sem bættist í hóp látinna olígarka. Hann var 43 ára og hafði auðgast mjög á viðskiptum með olíu. Hann var áður forstjóri rússneska olíufélagsins Lukoil og var vinur Vladímír Pútíns forseta.

Tass fréttastofan segir að Subbotin hafi fundist látinn í kjallar húss í Mytischi, sem er norðan við Moskvu, á sunnudaginn. Tass hefur eftir húseigandanum, Aleksej Pindyurin, að Subbotin hafi komið heim á laugardaginn og hafi greinilega verið með alvarlega áfengis- og fíkniefnaeitrun.

The Independent segir að Pindyurin sé talinn vera svokallaður „shaman“ sem hafi reynt að aðstoða Subbotin vegna ástands hans. Hafi Subbotin meðal annars fengið „timburmannameðferð“. Í henni fólst meðal annars að hann fékk froskaeitur. Batnaði líðan hans við það en um nóttina lést hann.

Lögreglan rannsakar nú málið eins og hin andlát olígarkanna. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort útsendarar stjórnvalda hafi „aðstoðað“ olígarkana yfir móðuna miklu en eins og kunnugt er hefur stjórn Pútíns aldrei verið feimin við að ryðja óæskilegu fólki úr vegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi