Þetta eru spurningarnar sem mynda hina frægu Fermi þverstæðu. Í nýrri rannsókn spurðu vísindamenn næstu augljósu spurningar: Hversu lengi þurfum við að lifa til að heyra frá siðmenningu vitsmunavera utan jarðarinnar?
Svarið er 400.000 ár.
400.000 ár eru langur tími fyrir tegund sem hefur aðeins verið til í nokkur hundruð þúsund ár og lærði ekki að stunda landbúnað fyrr en fyrir 12.000 árum.
En við verðum að þrauka í 400.000 ár til viðbótar ef við ætlum að heyra í vitsmunaveru frá öðrum plánetum.
Science Alert segir að þetta sé niðurstaða nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í The Astrophysical Journal. Rannsóknin heitir: „The Number of Possible CETIs within Our Galaxy and teh Communication Probability among These CETIs“.