Prighozhin hefur lengi verið talinn maðurinn á bak við Wagnerhópinn en bæði Bandaríkin og ESB hafa sakað hann um það. The Guardian hafði samband við Prighozhin til að fá viðbrögð hans við ásökunum um að liðsmenn Wagnerhópsins hafi staðið á bak við fjöldamorð í Malí. Hann sagðist „ítrekað hafa sagt að Wagnerhópurinn sé ekki til“ og að hann „tengist honum ekki“.
„Þið eruð Vestræn siðmenning sem er að deyja út og teljið Rússa, Malíbúa, Mið-Afríkubúa, Kúbana og margt annað fólk og ríki vera þriðja heims úrhrök. Munið að þetta er ekki rétt . . . Þið eruð ömurlegur hópur öfugugga sem er í útrýmingarhættu og við erum mörg, milljarðar. Við munum sigra,“ sagði hann.