„Við eigum enn á hættu að í þessum heimsfaraldri verið til afbrigði sem verði enn banvænna,“ sagði hann og bætti við: „Ég vil ekki vera boðberi slæmra tíðinda en það eru rúmlega fimm prósent líkur á að við höfum ekki enn séð það versta í þessum heimsfaraldri.“
Gates hefur áður varað heimsbyggðina við heimsfaröldrum og sagt að hún sé ekki undir þá búin. „Ef einhver drepur 10 milljónir manna á næstu áratugum þá er mun líklegra að það verði bráðsmitandi veira en stríð,“ sagði hann í Ted Talk árið 2015.
6,2 milljónir hafa látist af völdum veirunnar frá því að faraldurinn braust út í ársbyrjun 2020.