Húsið er þó ekki hér á landi því það er á vestanverðu Jótlandi í Danmörku. Það er nú til sölu en kaupandinn þarf ekki að hafa áhyggjur af að þurfa að þrífa marga fermetra eða njóta ýmissa nútímaþæginda í húsinu.
Á vef Boliga.dk kemur fram að húsið sé 10 fermetrar og því fylgi jafn stór skúr. En verðmiðinn liggur í staðsetningunni. Húsið er í miðjum skógi og fylgja 60 hektarar lands því eða sem svarar til 120 knattspyrnuvalla.
Fyrir áhugasama má geta þess að húsið er í Fiskbæk Plantage á milli Herning og Ringkøbing.
Fyrir þá sem eiga ekki tæpar 200 milljónir til sumarhúsakaupa þá má nefna að á Norður-Jótlandi, skammt frá hinu sögufræga Svinkløv baðhóteli, er 198 fermetra sumarhús, með sjö herbergjum, til sölu. Með því fylgir 35,8 hektara jörð. Verðið er aðeins sem svarar til um 120 milljóna íslenskra króna.