fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Spá því að leðurblökur muni bera mörg þúsund nýjar veirur í fólk – Áhrif loftslagsbreytinganna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. maí 2022 19:00

Leðurblökur geta borið veirur með sér. Mynd:Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að rekja megi heimsfaraldur kórónuveirunnar til leðurblöku sem hafi borið veiruna í dýr og þaðan hafi hún borist í fólk. Vísindamenn telja aukna hættu á að fleiri veirur berist í fólk frá leðurblökum samhliða loftslagsbreytingunum.

Telja vísindamenn að 15.000 veirur muni berast á milli tegunda fram til 2070. Aðallega með leðurblökum sem flytja sig um set eftir því sem hnattræn hlýnun færist í aukana. Sky News skýrir frá þessu og vísar í niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Fram kemur að eftir því sem það hlýnar muni fleiri dýrategundir flytja sig um set og taka sníkjudýr og sýkla með sér og þannig auka líkurnar á að smitsjúkdómar berist úr dýrum í fólk á næstu 50 árum.

Eftir því sem tegundirnar færa sig um set komast þær í snertingu við dýrategundir sem þær hafa aldrei áður komist í snertingu við. Mesta hættan verður á þéttbýlum svæðum, sérstaklega í Afríku og suðaustanverðri Asíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt