Þegar höfuðkúpurnar fundust fór vettvangsrannsókn fram og að henni lokinni voru höfuðkúpurnar fluttar til rannsóknar hjá sérfræðingum. Nú, áratug síðar, liggja niðurstöður sérfræðinganna fyrir eftir ítarlegar rannsóknir og sýnatökur.
Því er hægt að staðhæfa að ekki hafi verið um morð að ræða því höfuðkúpurnar eru frá því á tímabilinu 900 til 1200. The Guardian skýrir frá þessu.
Það þarf ekki að valda undrun fólks að lögreglan hafi talið að um morðvettvang væri að ræða því á svæðinu nærri Frontera Comalapa í Chiapas, þar sem höfuðkúpurnar fundust, hafa ofbeldisverk og straumur ólöglegra innflytjenda lengi verið vandamál.
Sérfræðingar segja að höfuðkúpurnar séu af fólki sem hafi líklega verið afhöfðað við trúarathafnir.