Hann var handtekinn eftir að lögreglan lýsti eftir honum og birti mynd. Maðurinn gaf sig þá fram við lögregluna en hann neitar að vera viðriðinn morðin.
Lögreglan telur manninn tengjast fjórum morðum síðasta árið. Hann er kólumbískur ríkisborgari og er á þrítugsaldri.
Lögreglan komst á slóð hans eftir að einu fórnarlambi hans tókst að sleppa frá honum í desember og láta lögregluna vita.
Hinn handtekni gleymdi bakpoka í íbúð fórnarlambsins. Í honum voru skjöl og fljótandi ecstasy en lögreglan telur að nota hafi átt til að deyfa fórnarlambið með.
Spænskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi komist í samband við fórnarlömb sín í gegnum stefnumótaforritið Grindr. Fórnarlömbin buðu manninum síðan heim. Hann deyfði þau síðan og myrti. Hann stal einnig peningum af bankareikningum þeirra.