fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Meintur raðmorðingi handtekinn á Spáni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. maí 2022 16:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan hefur handtekin meintan raðmorðingja. Hann er talinn hafa myrt fjölda samkynhneigðra karla í Bilbao.

Hann var handtekinn eftir að lögreglan lýsti eftir honum og birti mynd. Maðurinn gaf sig þá fram við lögregluna en hann neitar að vera viðriðinn morðin.

Lögreglan telur manninn tengjast fjórum morðum síðasta árið. Hann er kólumbískur ríkisborgari og er á þrítugsaldri.

Lögreglan komst á slóð hans eftir að einu fórnarlambi hans tókst að sleppa frá honum í desember og láta lögregluna vita.

Hinn handtekni gleymdi bakpoka í íbúð fórnarlambsins. Í honum voru skjöl og fljótandi ecstasy en lögreglan telur að nota hafi átt til að deyfa fórnarlambið með.

Spænskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi komist í samband við fórnarlömb sín í gegnum stefnumótaforritið Grindr. Fórnarlömbin buðu manninum síðan heim. Hann deyfði þau síðan og myrti. Hann stal einnig peningum af bankareikningum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést