fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Pressan

Kaupmáli, þjófnaður á persónuupplýsingum, „rafmyntarmaðurinn“ og símanúmerið 40745668 eru púslin í dularfyllsta máli Noregssögunnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 04:50

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. október 2018 hvarf Anne-Elisabeth Hagen frá heimili sínu í útjaðri Osló. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Lögreglan gengur út frá því að hún hafi verið myrt. Eiginmaður hennar, Tom Hagen, er grunaður í málinu en þau höfðu verið gift í 49 ár þegar Anne-Elisabeth hvarf.

Tom sá hana í síðasta sinn, eftir því sem hann segir, um klukkan 9 að morgni 31.október 2018 þegar hann fór að heiman og ók til vinnu. Síðasta lífsmarkið frá Anne-Elisabeth, sem vitað er um, var klukkan 09.14 þegar hún ræddi við son sinn í síma. Tom var þá í vinnu en hann kom heim klukkan 13.30 og var Anne-Elisabeth þá horfin. Í húsinu var bréf þar sem haft var í hótunum við Tom og lausnargjalds krafist fyrir eiginkonu hans.

Í bréfinu var nákvæm lýsing á hvernig Tom átti að greiða 9 milljónir evra í lausnargjald fyrir eiginkonu sína og átti greiðslan að vera í rafmyntinni monero. Í bréfinu var lykilorð sem Tom átti að nota til að komast í samband við mannræningjana. Lykilorðið var „Anne“.

Lögreglan skýrði síðar frá því að lykilorðið hafi verið skráð á vefsíðunni pasted.co mörgum mánuðum áður en Anne-Elisabet var numin á brott. Lykilorðið var tengt við tvær ákveðnar tegundir rafmynta.

Á heimili hjónanna voru ummerki um átök og blóð úr Anne-Elisabeth fannst í húsinu.

Erfiðleikar í hjónabandinu

Eftir því sem leið á rannsókn lögreglunnar fór grunur hennar að beinast að Tom. Sumarið 2019 byrjaði lögreglan að hlera heimili hans. Á sama tíma sendi hann lögreglunni reglulega tölvupóst þar sem hann viðraði margvíslegar kenningar um hvarf eiginkonu sinnar.

Ein af þeim kenningum sem hefur verið á lofti og lögreglan hefur unnið út frá er að Anne-Elisabeth hafi viljað skilja við Tom og því hafi hann ákveðið að myrða hana.

Tom hefur á hinn bóginn sagt að hjónabandið hafi verið gott. En vinkonur Anne-Elisabeth hafa aðra sögu að segja. Þær segja að nokkrum vikum áður en hún hvarf hafi hún virst „niðurbrotin“ og „döpur“ og hafi sagt þeim að hjónabandið væri komið á endastöð.

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Á heimili hjónanna fundust skilnaðarskjöl sem Anne-Elisabeth hafði skrifað undir. Tom sagðist ekkert vita um þessi skjöl þegar lögreglan spurði hann út í þau.

Þegar Tom var handtekinn opinberaði lögreglan kaupmála hjónanna sem kvað á um að Tom fengi megnið af eigum þeirra en eignir hans eru milljarða virði. Ef til skilnaðar kæmi átti Anne-Elisabeth aðeins að fá sumarhúsalóð að verðmæti 200.000 norskra króna og bíl.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir nokkrum lögmönnum að kaupmálinn sé svo ósanngjarn að hann hefði verið felldur úr gildi af dómstóli. Telja sumir að þess vegna hafi Tom líklega myrt eiginkonu sína.

Tom þvertekur fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og börn þeirra hjóna styðja hann.

Rannsókn í fullum gangi

Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins af miklum þunga. Nú beinst rannsókn hennar aðallega að „rafmyntarsporinu“ en aðrir þætti eru einnig til rannsóknar.

Vorið 2020 handtók lögreglan mann sem hún nefndi „rafmyntarmanninn“. Hún taldi í upphafi að hann tengdist morðinu og að Tom hefði hitt hann fyrir morðið.

Síðasta haust var skýrt frá því að lögreglan telji ekki lengur að „rafmyntarmaðurinn“ tengist morðinu en vinni út frá því að persónuupplýsingum hans hafi verið stolið og misnotaðar í tengslum við málið. Lögreglan reynir því að komast að hver stal upplýsingunum og sagði fulltrúi hennar, í samtali við VG, að það geti verið lykillinn að lausn málsins.

VG segir að símanúmerið 40745668 sé nú miðpunktur rannsóknarinnar og sé lögreglan að reyna að komast að hver keypti SIM-kortið fyrir það númer. Ef það takist að komast að því sé hún væntanlega komin langt með að leysa málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“
Pressan
Fyrir 4 dögum

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin fundust myrt og sundurhlutuð – Minnisbókin afhjúpaði skelfilegan sannleikann

Hjónin fundust myrt og sundurhlutuð – Minnisbókin afhjúpaði skelfilegan sannleikann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina