fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Nýtt kórónuveiruafbrigði og fimmta bylgjan í uppsiglingu í Suður-Afríku – Afbrigðið er komið til Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. maí 2022 08:00

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið bráðsmitandi Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar hefur enn á ný stökkbreyst og aftur var það í Suður-Afríku sem þessi þróun uppgötvaðist. Þar er eitthvað í uppsiglingu og vísindamenn um allan heim fylgjast með hvort það muni hafa áhrif á útbreiðslu kórónuveirunnar annars staðar í heiminum.

Suðurafrísk heilbrigðisyfirvöld vöruðu við því í síðustu viku að landið standi hugsanlega á brún nýrrar stórrar smitbylgju, þeirrar fimmtu síðan heimsfaraldurinn skall á.

Smitum er farið að fjölga og það fyrr en yfirvöld reiknuðu með.

Það eru nýjar útgáfur af Ómíkron sem standa að baki aukningunni í Suður-Afríku. Þessar nýju útgáfur, eða afbrigði, hafa nú þegar greinst í Evrópu, til dæmis í Danmörku.

Upprunalega Ómíkronafbrigðið heitir BA.1, í kjölfar þess kom BA.2 sem er allsráðandi víða um heim. En í Suður-Afríku eru það BA.4 og BA.5 sem eru komin fram á sjónarsviðið. Talið er að um 70% allra smita, þessa dagana, séu af þeirra völdum að sögn Tulio de Oliveira sem stýrir samstarfi Stellenbosch og KwaZuluNatal háskólanna um rannsóknir á nýjum kórónuveiruafbrigðum.

Bloomberg News hefur eftir honum að það sé hans mat að þessi nýju afbrigði séu enn meira smitandi og geti smitað suma sem hafa nú þegar smitast af fyrstu afbrigðum Ómíkron. „Við reiknum með að þau (BA.4 og BA.5innsk. blaðamanns) geti komist í gegnum varnir sumra bólusettra því það er eina leiðin til að þetta geti færst í vöxt í Suður-Afríku þar sem við teljum að rúmlega 90% mannfjöldans sé með einhverskonar ónæmi,“ sagði hann.

Enn er frekar lítið vitað um BA.4 og BA.5 afbrigðin, sem hafa greinst í rúmlega 20 löndum, og eru nú á lista Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar ECDC og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO yfir afbrigði sem fylgjast þarf með.

Niðurstaða suðurafrískrar rannsóknar bendir til að BA.4 og BA.5 geti að einhverju leyti komist í gegnum varnir ónæmiskerfis fólks sem hefur smitast af BA.1. rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd.

Alex Sigal, forstjóri Africa Helath Research Institute í Suður-Afríku, er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Hann segist telja að þessi nýju afbrigði geti „valdið vanda og smitbylgju“. „Það mun þó líklega ekki valda alvarlegri veikindum en í síðustu bylgju, sérstaklega ekki hjá bólusettu fólki,“ skrifaði hann á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Veit Warren Buffett eitthvað sem aðrir vita ekki? Fjárfestar fylgjast vel með honum

Veit Warren Buffett eitthvað sem aðrir vita ekki? Fjárfestar fylgjast vel með honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir játar að hafa skaðað börn með „óöruggum og grimmdarlegum“ umskurði

Læknir játar að hafa skaðað börn með „óöruggum og grimmdarlegum“ umskurði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný kvennahreyfing í kjölfar sigurs Trump – Ekki hjónaband, ekkert kynlíf og engin börn

Ný kvennahreyfing í kjölfar sigurs Trump – Ekki hjónaband, ekkert kynlíf og engin börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós