fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Fundu líkindi á milli Grænlandsjökuls og eins tungla Júpíters

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. maí 2022 18:00

Evrópa er á braut um Júpíter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu. Að minnsta kosti 79 tungl eru á braut um plánetuna. Eitt þeirra heitir Evrópa og nú hafa vísindamenn sýnt frá á ákveðin líkindi á milli íssins á Evrópu og Grænlandsjökuls.

Evrópa er fjórða stærsta tungl Júpíters, aðeins minna en tunglið okkar. Vísindamenn hafa lengi rennt Evrópu hýru auga hvað varðar möguleika á að þar kunni að vera líf.

Í nýrri rannsókn vísindamanna við Stanford háskóla er komist að þeirri niðurstöðu að Evrópa sé líklegasti staðurinn, utan jarðarinnar, í sólkerfinu til að finna líf. Skýrt er frá þessu í Nature Communications.

Vísindamenn hafa beint sjónum sínum að ísilögðu yfirborði Evrópu í rúmlega 20 ár. Landslagið þar líkist Grænlandsjökli töluvert hvað varðar „hryggi“ sem skaga upp úr ísbreiðunni. Á Evrópu eru þetta tvöfaldir hryggir sem eru allt að 300 metrar á hæð. Á milli þeirra eru breiðir dalir.

Ekki var vitað hvernig þessi hryggir mynduðust en við rannsóknir á Grænlandsjökli fundust svipaðir hryggir, þeir eru þó um 50 sinnum minni en á Evrópu. Í rannsókninni kemur fram að þeir hafi myndast þegar grunn vötn undir yfirborðinu frusu og sprengdu yfirborðið hvað eftir annað, þannig hafi þessir hryggir myndast. Telja vísindamennirnir að þannig hafi hryggirnir einnig myndast á Evrópu.

Ef tvöföldu hryggirnir á Evrópu mynduðust á þennan hátt telja vísindamennirnir að það bendi til að grunn vötn hafi verið, eða séu jafnvel enn, í ísnum.

Talið er að yfirborð Evrópu samanstandi af 15-25 km þykkum ís en undir honum sé 60-150 km djúpt haf. Líklega er tvöfalt meira vatn á Evrópu en á jörðinni. Það þýðir að mun meiri möguleikar eru á að líf þróist á tunglinu en áður hefur verið talið.

Ef íshryggirnir á Evrópu mynduðust á sama hátt og þeir á Grænlandsjökli þá geta vötnin undir yfirborði íssins flutt næringarefni niður í saltan sjóinn, næringarefni sem eru nauðsynleg fyrir líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stór áfangi í baráttunni við krabbamein í brisi

Stór áfangi í baráttunni við krabbamein í brisi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar