fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Drekkur þú beint úr dós? Þú hættir því kannski þegar þú ert búin(n) að lesa þetta

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. maí 2022 15:00

Bjórdós. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi komumst við í snertingu við mikið magn af bakteríum og öðrum lífverum. Það er óhjákvæmilegt. En stundum lifum við bara í þægilegu þekkingarleysi um hvaða hlutir eru skítugir og hverjir eru einna skítugastir.

Það er sama hvað þú snertir, þú kemst þá í snertingu við miður geðfelldar lífverur af ýmsu tagi, þar á meðal við bakteríur sem geta sumar verið skaðlegar heilsunni. Bakteríur eru þó hluti af umhverfi okkar og lífi og flestar eru ekki hættulegar en hver vill vera með kólígeril í munninum?

Niðurstöður rannsóknar sem EarthEcco gerði árið 2016 sýna að það að drekka gosdrykk eða eitthvað annað beint úr dós hefur í för með sér að við komumst í mikla snertingu við bakteríur sem við viljum flest sleppa við að koma nærri. EarthEcco er ástralskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum á bakteríum og þróun hreinsiefna. Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á hreinlætisvenjur fólks og hversu skítugt umhverfi okkar er. Óhætt er að segja að niðurstöðurnar hafi verið sláandi. News.com.au skýrir frá þessu.

Þegar EarthEcco flokkar óhreinindi í rannsóknum sínum er notast við RLU (relative light unit). Það þýðir að hlutur telst hreinn þegar gildið er undir 30 RLU. Ef það er á milli 135-300 RLU er hann skítugur.

Á venjulegri gosdrykkjardós mældist gildið 1.146 RLU. Til samanburðar má nefna að á klósettsetu mældist gildið 980 RLU. Gosdósir eru því mjög skítugar og á þeim bakteríur sem eru hættulegar heilsunni.

„Mér brá við að sjá að gosdrykkjardósirnar voru skítugri en klósettseta. Það er nánast betra að drekka beint úr klósettinu en úr dós,“ er haft eftir Jake Tyson, stjórnarformanni EarhtEcco, sem sagðist ætla að nota sogrör í framtíðinni þegar hann drekkur úr dós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést