fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Pressan

Ný rannsókn – Banvænar ofurbakteríur geta borist úr svínum í fólk

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. apríl 2022 17:30

Sumar bakteríur eru stórhættulegar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að hættulegar ofurbakteríur geta borist úr svínum í fólk. Um er að ræða bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Niðurstaðan styrkir áhyggjur margra um að notkun sýklalyfja í svínabúum auki á útbreiðslu ónæmra baktería.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið Semeh Bejaoui og Dorte Frees, hjá Kaupmannahafnarháskóla, og Søren Persson, hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni, sem hafi gert þessa uppgötvun en rannsókn þeirra beindist að ofurbakteríunni Clostridiodes difficile en hún er talin ein hættulegast ónæma bakterían á heimsvísu.

Bejaoui sagði að rannsóknin bendi til að bakterían geti borist í fólk úr dýrum. Það bendi til að sýklalyfjaónæmi geti breiðst meira og hraðar út en áður var talið og staðfesti tengsl á milli sýklalyfjaónæmis í dýrarækt og manna.

Clostridiodes difficile veldur sýkingu í meltingarvegi fólks og er bakterían ónæm fyrir öllum sýklalyfjum nema þremur. Talið er að hún hafi valdið 223.900 sýkingum í Bandaríkjunum árið 2017 og orðið 12.800 manns að bana.

Talið er að árlega látist 750.000 manns af völdum baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Óttast er að um miðja öldina verði þessi tala komin upp í 10 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur

Dularfullt hvarf leikkonu úr Gossip Girl – Ekkert spurst til hennar í tvær vikur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Veit Warren Buffett eitthvað sem aðrir vita ekki? Fjárfestar fylgjast vel með honum

Veit Warren Buffett eitthvað sem aðrir vita ekki? Fjárfestar fylgjast vel með honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir játar að hafa skaðað börn með „óöruggum og grimmdarlegum“ umskurði

Læknir játar að hafa skaðað börn með „óöruggum og grimmdarlegum“ umskurði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný kvennahreyfing í kjölfar sigurs Trump – Ekki hjónaband, ekkert kynlíf og engin börn

Ný kvennahreyfing í kjölfar sigurs Trump – Ekki hjónaband, ekkert kynlíf og engin börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós