Um inflúensuveiruna H3N8 er að ræða en hún hefur fundist í hestum, hundum, fuglum og selum en aldrei áður í manneskju að sögn kínverskra yfirvalda.
Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla þá var smitið staðfest eftir að drengurinn fékk hita og önnur flensueinkenni þann 5. apríl.
Enginn annar hefur greinst með smit að sögn kínverskra heilbrigðisyfirvalda sem telja litla hættu á að fleiri smitist.