Í kjölfar tilkynningarinnar lækkaði verð á hlutabréfum í fyrirtækinu um tæplega 40%. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem áskrifendum Netflix hefur fækkað og reiknar fyrirtækið með að missa milljónir áskrifenda til viðbótar á næstu mánuðum.
The Wrap segir að Netflix hafi nú ákveðið að hætta við framleiðslu margra þátta og kvikmynda.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir þættir eða myndir lenda undir niðurskurðarhnífnum en reiknað er með að vinsælustu þættir Netflix sleppi við niðurskurðarhnífinn, þar á meðal eru Stranger Things, The Witcher, Arcane og Squid Games.