Rannsóknin byggist á greiningu á 26 eldri rannsóknum sem voru meðal annars gerðar í Bandaríkjunum, Ástralíu, Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi. The Guardian skýrir frá þessu.
Þessar 26 rannsóknir beindust að ýmsum þáttum. Sjö snerust um áhrif tónlistarmeðferðar. Tíu snerust um áhrif þess að hlusta á tónlist. Átta um áhrif þess að syngja og ein um áhrif gospeltónlistar.
Höfundar nýju rannsóknarinnar telja að tónlist hafi sömu áhrif á andlegt heilbrigði og hreyfing og það að léttast og skipti þá engu hvort fólki syngi, hlusti á tónlist eða leiki tónlist. Þeir segja að það sé þó þörf fyrir frekari rannsóknir á þessu.