Evrópuþjóðir kaupa mikið af gasi og olíu frá Rússlandi og hafa verið hikandi við að hætta því þar sem það mun valda þeim miklum vandræðum.
En um páskana stakk Robert Habeck, varakanslari Þýskalands og viðskipta- og innanríkisráðherra, upp á nýstárlegri aðferð til að „pirra“ Vladímír Pútín Rússlandsforseta.
Hann stakk upp á því að fólk reyni að hjóla eða ferðast með lestum í stað þess að nota bíla sína. Það sé gott fyrir veskið og muni pirra Pútín. Hann sagði að það skipti miklu máli ef Þjóðverjum tekst að draga úr orkunotkun sinni um tíu prósent.
Hann hvatti einnig fyrirtækjaeigendur til að láta starfsfólk vinna heima einn eða tvo daga í viku til að spara eldsneyti við ferðir til og frá vinnu.
Um 40% af því gasi sem er notað í Evrópu er keypt frá Rússlandi og 27% af þeirri olíu sem notuð er.