fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Uppgötvuðu dularfullar hitabreytingar á Neptúnusi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. apríl 2022 22:00

Tölvugerð mynd af Neptúnusi og nokkrum tunglum plánetunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neptúnus er um 17 sinnum stærri en jörðin en vegna fjarlægðar plánetunnar frá jörðinni og öxulhalla hennar þá svarar eitt ár þar til 165 ára hér á jörðinni. Árstíðirnar vara í fjóra áratugi hver. Nú hafa stjörnufræðingar við University of Leicester tekið eftir dularfullum hitabreytingum á Neptúnusi sem er ysta pláneta sólkerfisins.

Á grunni 17 ára athuguna á plánetunni kom í ljós að hitinn á henni lækkaði stöðugt á milli 2003 og 2018 eða um átta gráður. En í lok þessa tímabils hækkaði hitinn á suðurpólnum um ellefu gráður á skömmum tíma. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að gufuhvolf Neptúnusar geri að verkum að plánetan sé að mörgu leyti torskilin. Hún er mjög ólík nágranna sínum, Úranusi, þar sem eru til dæmis engin skýr veðurmynstur. Vísindamenn tóku hins vegar eftir því fyrir nokkrum árum að dularfullur dökkur stormur á Neptúnusi breytti skyndilega um stefnu og fór í gagnstæða átt við þá sem hann hafði áður farið í. Þetta er eitthvað sem vísindamenn höfðu aldrei áður séð.

Hvað varðar hitabreytingarnar þá sagði Dr. Michael Roman, nýdoktor við University of Leicester, að hitabreytingarnar hafi komið mjög á mjög á óvart. Verið sé að fylgjast með Neptúnusi á fyrstu stigum sumars á suðurhvelinu og því hafi verið reiknað með að hitinn myndi hækka en ekki lækka.

Gögnin sem unnið var úr ná yfir tæplega hálfa árstíð og því áttu vísindamennirnir ekki von á að sjá miklar og hraðar breytingar. Ekki er vitað hvað veldur þessum hitabreytingum.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu the Planetary Science Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grínistinn minnist mótleikara síns með hlýju – „Hún var mjög góð stelpa“

Grínistinn minnist mótleikara síns með hlýju – „Hún var mjög góð stelpa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stór áfangi í baráttunni við krabbamein í brisi

Stór áfangi í baráttunni við krabbamein í brisi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilsaði Elon Musk að nasistasið?

Heilsaði Elon Musk að nasistasið?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur