Þetta kemur fram í leyniskjölum sem hefur verið lekið til fjölmiðla að sögn The Guardain. Fram kemur að öryggisverðirnir hafi átt að vera vopnaðir skammbyssum, rifflum, vélbyssum og leyniskytturifflum. Hlutverk þeirra átti að vera að annast gæslu kínverska sendiráðsins.
The Guardian er með afrit af skjölunum og segir að þau séu dagsett 3. desember. Í þeim fara kínversk yfirvöld fram á að fá að senda öryggisverði til Honiara. Í svari ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins kemur fram að hann hafi ekkert við þetta að athuga þar sem yfirvöld hafi ekki getað tryggt öryggi sendiráðsstarfsfólks á meðan óeirðirnar stóðu yfir. Hann sagðist ekki hafa neitt við það að athuga ef öryggisverðirnir yrðu á Salómonseyjum í 6 til 12 mánuði.
Í skjölunum kemur fram að öryggisverðirnir hafi átt að vera óeinkennisklæddir og með vegabréf stjórnarerindreka.
The Guardian segist ekki hafa fengið staðfest hvort öryggisverðirnir komu síðan til eyjanna eður ei.